Sam Cunningham blaðamaður á Englandi segir að Manchester United muni fara í viðræður við Thomas Tuchel á nýjan leik en Erik ten Hag verður rekinn.
Ten Hag gæti misst starfið sitt á sunnudag þegar United heimsækir Aston Villa, vinnist ekki leikurinn eru dagar Ten Hag sagðir taldir.
United fór í viðræður við Tuchel í sumar þegar félagið var að skoða það að reka Ten Hag.
Ekki náðist saman við Tuchel þá og er sá þýski atvinnulaus og kemur enn til greina.
Cunningham segir að United muni einnig skoða Gareth Southgate og Graham Potter sem báðir eru án félags.
🆕 Man Utd to reignite Thomas Tuchel talks if Erik ten Hag is sacked
🔴 @samcunningham also reveals the two managers #MUFC spoke to on the eve of the FA Cup finalhttps://t.co/hA9nL84hyX
— i sport (@iPaperSport) October 4, 2024