fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2024 09:35

Snælandsskóli í Kópavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fjórtán ára stúlka varð fyrir því að brotið var á henni kynferðislega inni á salerni í Snælandsskóla í vor. Meintur gerandi er skólabróðir stúlkunnar en hún hefur átt afar erfitt uppdráttar í kjölfar brotsins. Hefur hún glímt við sjálfskaðandi hegðun og er í sjálfsvígshættu.

Móðir stúlkunnar, Kristjana Gísladóttir, stígur fram í viðtali við Heimildina í morgun og fordæmdir verklag Kópavogsbæjar í málinu. Málið hafi ekki verið skráð og tilkynnt til barnaverndar og þá hafi dóttir hennar, sem meðal annars er greind með einhverfu, ADHD, felmtursröskun og kvíðaröskun, ekki fengið viðeigandi lausn sinna mála í skólanum. DV greindi frá málinu í byrjun september en þá var Kristjana vongóð um að skólastjórnendur myndu koma til móts við dóttur hennar en það hefur ekki raungerst.

Ekki hafi verið hægt að kæra atvikið til lögreglu því drengurinn, sem dóttir Kristjönu hafði lengi kvartað undan, var undir sakhæfisaldri. „Þegar skólinn byrjar fáum við svarið frá skólanum að þeir geti ekki vísað stráknum úr skóla. Þetta sé orð á móti orði,“ segir Kristjana.

Dóttir hennar þurfi því að mæta geranda sínum í skólanum og öllum uppástungum um lausnir, til að mynda að sérstakur starfsmaður fylgi stúlkunni til að hún upplifi sig örugga, hafi verið hafnað. Þá komi ekki heldur til greina að starfsmaður fylgi drengnum á skólatíma. „Það er eins og þeir vilji að hún fari annað til að þeir geti haldið áfram að sópa undir teppið.“

Kristjana segir að það sé heldur ekki möguleiki að láta dóttur hennar skipta um skóla því Snælandsskóli sé einn af fáum skólum sem bjóði upp á þá þjónustu sem dóttir hennar geti sótt sökum fötlunar sinnar. Þá sé kvíði og geðheilsa dótturinnar svo slæm að ekki sé hægt að færa hana til. „Hennar vellíðan, hennar allt, byggist á því að hún þarf rútínu og hún þarf öryggi til þess að geta farið að vinna úr þessu – og skólinn er að neita henni um það.“

Málið hafi reynt gríðarlega á Kristjönu og fjölskylduna. „Allt þetta er að ganga frá fjölskyldunni, hreint út sagt. Við erum að horfa á barnið okkar hverfa, við erum dauðhrædd um að missa hana.“

Nánar er fjallað um málið á vef Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng