Bruno Fernandes fékk sitt annað rauða spjald í tveimur leikjum þegar hann fékk rautt í 3-3 jafntefli gegn Porto í í kvöld.
Bruno fékk sitt annað gula spjald fyrir háskaleik.
Bruno Jackie Chan Fernandespic.twitter.com/ggFi7eCwE1
— POOJA!!! (@PoojaMedia) October 3, 2024
Vandræði Manchester United halda bara áfram að aukast og aukast en liðið gerði 3-3 jafntefli Porto á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld.
United komst í 0-2 forystu nokkuð snemma leiks þar Marcus Rashford og Rasmus Hojlund skoruðu mörkin.
Eftir það hrundi leikur United og heimamenn gengu á lagið, staðan var 2-2 í hálfleik. Diogo Dalot og Matthijs De Ligt voru í stökustu vandræðum í varnarleiknum.
Samuel Omorodion kom Porto svo í 3-2 snemma í síðari hálfleik með öðru marki sínu leiknum en aftur voru Dalot og De Ligt í bullinu.
United sótti nokkuð eftir það en Bruno Fernandes var rekinn af velli fyrir háskaleik á 82 mínútu leiksins. Annað rauða spjald Bruno í tveimur leikjum en hann var einnig rekinn af velli í deildinni um liðna helgi.
Allt stefndi í tap United en Harry Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma með skalla eftir horn. United með tvö stig eftir tvo leiki í Evrópudeildinni.
Dagar Ten Hag í starfi gætu brátt verið taldir en liðið heimsækir Aston Villa á sunnudag sem gæti orðið hans síðasti leikur með liðið.