Andri Lucas Guðjohnsen var i byrjunarliði Gent sem heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni í kvöld en ellefu breytingar voru gerðar á byrjunarliði Chelsea frá síðasta leik.
Gent tapaði 4-2 en Andri Lucas lagði upp eina mark Gent í leiknum. Tsuyoshi Watanabe skoraði þá eftir laglegan undirbúning hans og minnkaði muninn í 2-1.
Chelsea var í stuði í þessum leik en Christopher Nkunku og Pedro Neto voru á meðal þeirra sem skoruðu.
Eiður Smári Guðjohnsen faðir Andra var á meðal þeirra sem mættu á völlinn í dag en einnig bróðir hans Sveinn Aron sem leikur með Sarpsborg í Noregi.
Albert Guðmundsson lék rúman hálftíma í 2-0 sigri Fiorentina á TNS en Fiorentina hvíldi flesta af sínum bestu mönnum.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah sem vann Mlada Boleslav í sömu keppni en Noah er frá Armeníu