Allir eiga auðvitað að borða nóg af grænmeti og ávöxtum daglega til að fullnægja öllum næringarþörfum líkamans. En eiginkona mannsins fór að hans mati heldur ógeðslega leið til að ná sér í nauðsynleg næringarefni.
„Kom að konunni minni að borða heilan kíví ávöxt. Með húðinni. Eins og þetta væri bara epli,“ skrifaði hann fullur hryllings á Reddit og bætti við: „Hefur einhver séð þetta áður eða verð ég að skipta um konu?“
Mirror segir að sérfræðingar hjá heilsubúðinni Holland & Barrett segi að það sé alls ekkert undarlegt við að borða kíví með húðinni og það bæti bara við þann ávinning sem fæst við að borða kíví. Það sé meira af andoxunarefnum í húðinni en í öðrum hlutum ávaxtarins. Til dæmis inniheldur húðin mikið af E-vítamíni sem er gott fyrir húðina. Þess utan inniheldur húðin mikið af trefjum.