fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Hjartaskurðlæknir segir að þetta eigi fólk að forðast

Pressan
Föstudaginn 4. október 2024 21:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út frá 25 ára reynslu sinni sem hjartaskurðlæknir veitir Jeremy London, sem starfar í Savannah í Bandaríkjunum, fólki góð ráð um hvað það eigi að forðast ef það vill halda heilsunni í lagi.

„Þinn líkami, þínar reglur, þitt val,“ segir hann í myndbandi á TikTok en það hefur fengið mörg hundruð þúsund áhorf.

Í myndbandinu ræðir hann um fjóra hluti sem fólk á að forðast ef það vill halda heilsunni góðri. Þetta eru reykingar og veip, að nota munnskol með alkóhóli, að neyta ofurunninna matvæla og áfengisneysla.

Hann segir að reykingar og veip skemmi veggi æðanna, auki líkurnar á æðakölkun og blóðtöppum og krabbameini. „Þetta líklega það versta sem þú gerir þér,“ segir hann að sögn New York Post.

Með að nota munnskol, sem inniheldur alkóhól, getur maður auðveldað slæmum bakteríum að fjölga sér í líkamanum. London segir að góðu bakteríurnar í þörmum okkar komi úr munninum, ef við drepum þær, þá geti það raskað jafnvæginu í þörmunum og það er allt annað en gott og getur valdið ýmsum vandamálum.  Bakteríurnar í munninum hjálpa til við framleiðslu nituroxíðs sem leggur sitt af mörkum við að halda blóðþrýstingnum í lagi. Ef við drepum þessar bakteríur, sem við gerum ef við notum munnskol með alkóhóli, þá getur það valdið hærri blóðþrýstingi.

Neysla ofurunninna matvæla er eitthvað sem sérfræðingar hafa lengi varað við því þessi matvæli eru mjög hitaeiningarík, innihalda sykur, fitu og salt. Neysla þeirra getur aukið líkurnar á sykursýki, krabbameini og jafnvel ótímabærum dauða að sögn New York Post. „Þú ert það sem þú borðar, bókstaflega talað. Prótínin, fitan og kolvetni, sem nú neytir, sjá þér fyrir orku og eru byggingarefni hverjar einustu frumu líkamans. Passaðu vel upp á næringaráætlun þína,“ segir London.

Áfengisneysla er einnig á lista hans yfir það sem fólk á að forðast. Hann segist ekki ánægður með að segja þetta en meira að segja hófleg áfengisneysla geti verið skaðleg. Hann segir að áfengi breytist í hreint eitur fyrir frumur líkamans og jafnvel í tómar hitaeiningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt