Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United hefur ekki fengið ýkja mörg tækifæri á þessari leiktíð miðað við það sem búist var við.
Garnacho var í algjöru lykilhlutverki á síðustu leiktíð en hefur verið meira á bekknum í upphafi þessa tímabils.
Ensk blöð segja í dag að bæði Barcelona og Juventus hafi áhuga á að kaupa hann, þau segja einnig að verðmiðinn sem United gæti sætt sig við væri 50 milljónir punda.
Garnacho er sagður eiga í útstöðum við Erik ten Hag stjóra liðsins sem orsakar það að hann er að spila minna en búist var við.
Kantmaðurinn „líkaði“ við færslu á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem Cristiano Ronaldo var að gagnrýna Ten Hag.