fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Fókus

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 18:52

Elliot Griffiths og Zak Nelson með Lilja ráðherra á milli sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska parið Zak Nelson og Elliot Griffiths eru mættir aftur til Íslands. Ferðin er önnur ferð þeirra til landsins á þessu ári. Sú fyrri í apríl endaði ekki vel en parið lenti í hörðum árekstri á hringveginum fljótlega eftir komuna til landsins. Zak slapp vel frá árekstrinum en Elliot ekki og lá hann á Landspítalanum í nokkurn tíma áður en hann komst heim. Hvorugur náði því að upplifa mikið af landinu.

Sjá einnig: Ferðast aftur til Íslands eftir hörmulegt slys – Vilja græða sárin og upplifa Reykjavík

@busman_zak Iceland… we’re back! 🇮🇸 #iceland #ísland #return #zakandelliot #fyp #fyf #healing #survivor #survivors #wereback ♬ Lazy Sunday – Official Sound Studio


Nelson sýnir frá því á TikTok hvernig Griffiths þarf að undirbúa sig sérstaklega fyrir flugið. Eftir slysið hér á landi er hann með stóma, og er með litla tösku undir allt sem hann þarf. Í töskunni eru lítil skæri sem ekki má taka með í handfarangur, og það þó þau teljist Griffiths nauðsynleg eins og annað sem í töskunni er. Sýnir hann frá því hvernig hann undirbýr töskuna sérstaklega, ef svo færi að hann þurfi að skipta um stómapoka í fluginu.

@busman_zak How we prepare for a flight with a stoma bag. #stoma #stomabag #thisishow #fyp #fyf #flying #flight #stomacare #colostomy #colostomybag #colostomyawareness #stomaawareness ♬ vlog, chill out, calm daily life(1370843) – SUNNY HOOD STUDIO

Hvað er stóma?

Orðið stóma er komið úr grísku og merkir munnur eða op. Úrgangur, það er þvag eða hægðir, koma út um stómað á kviðnum. Stóma getur verið í ýmsu formi en helst er talað um ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy), j-poka (J-pouch) og þvagstóma (urostomy). Skipta þarf um pokann 1-5 sinnum á sólarhring eftir því hvernig poka er um að ræða.

Á vef Stómasamtaka Íslands má fræðast frekar um stóma.

Hittu ferðamálaráðherra 

Kærustuparið fór  á fund Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og ferðamálaráðherra, við komuna til landsins, sem sagði að gaman hefði verið að taka á móti þeim. Lilja birti mynd af þeim saman á Facebook þar sem hún segir um fyrri ferð þeirra, eða réttara sagt þá fyrstu því kærustuparið hefur þegar ákveðið að gifta sig hérlendis árið 2025:

„Þetta tók eðlilega á þá, en styrki þá líka. Tóku þeir ákvörðun um að trúlofast hvor öðrum á meðan spítaladvölinni hérlendis stóð. Hlýtt viðmót Íslendinga og sú mikla umhyggja sem starfsfólk heilbrigðiskerfisins sýndi þeim heillaði þá. Þessi lífsreynsla hefur tengt þá félega sterkum böndum við Ísland, og hyggja þeir meðal annars á að gifta sig hér á landi á næsta ári. Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Í gær

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug
Fókus
Í gær

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flakkar á milli Íslands og Bandaríkjanna en gerir alltaf þetta á Íslandi

Flakkar á milli Íslands og Bandaríkjanna en gerir alltaf þetta á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Greinir frá því hvað dró Elísabetu til dauða

Greinir frá því hvað dró Elísabetu til dauða