fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2024 21:29

Myndir/Getty Images - Skjáskot: Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Litovsky, 30 ára, segir að hann hafi verið sex ára gamall þegar hann fór með foreldrum sínum í partý hjá tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs.

Rapparinn var þekktur fyrir frægu „hvítu partýin“ sín, þar sem gestir mættu í hvítum klæðum. Veislurnar voru vinsælar hjá stjörnunum og vel sóttar.

Partý hjá Diddy árið 2003. Mynd: Getty Images/Dimitrios Kambouris/WireImage

Justin mætti í eitt slíkt partý á tíunda áratugnum. Hann segist enn muna eftir því sem hann sá.

„Ég man eftir að sjá mikið af kannabis og fullt af berbrjósta konum í sundlauginni og í kringum sundlaugina,“ sagði hann í samtali við New York Post.

Justin sagði að á þessum tíma hafi hann ekki áttað almennilega á því hversu furðulegt þetta allt saman væri, hann langaði bara að leika sér í sundlauginni. „Ég vissi ekki hvort brjóst væru góð eða slæm, ég bara hoppaði ofan í laugina,“ sagði hann.

Partý hjá Diddy árið 2003. Mynd: Getty Images/Dimitrios Kambouris/WireImage
Partý hjá Diddy árið 2003. Mynd: Getty Images/Dimitrios Kambouris/WireImage
Partý hjá Diddy árið 2003. Mynd: Getty Images/Dimitrios Kambouris/WireImage

Móðir hans, Maya Litovsky, sagði við New York Post: „Það voru flöskur og naktar konur út um allt. Ég var ekki viss um hvort þetta væri viðeigandi eða eðlilegt. Ég var að hugsa hvers vegna börn fengu að vera þarna til að byrja með.“

Maya sagði að fjölskyldan hafi yfirgefið partýið um hálf tíu um kvöldið eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að forðast kannabisreyk og hálfnaktar konur.

Sjá einnig: Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

Samkvæmt Daily Mail kynnti Diddy svokallaðan „útivistartíma“ fyrir krakka í seinni tíð, þannig að börn þurftu að yfirgefa veislurnar fyrr en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“