fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2024 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók þessar myndir kl. 14:25, er ég fór framhjá sá ég rosalega þykkan reykjarmökk, þegar nær kom sá ég bíl úti í kanti,“ segir Teitur Þorkelsson í samtali við DV en hann tók meðfylgjandi myndir af brennandi bíl á Reykjanesbrautinni. Um er að ræða Dacia Logan, árgerð 2018, frá bílaleigunni Icerental 4×4 ehf.

„Hann var kominn út í kant og skíðlogaði í vélinni og var kviknað í dekkjunum. Mikill reykur af því,“ segir Teitur.

Viðbragðsaðila bar að um leið og Teitur náði myndum sínum:

„Þetta er við afleggjarann að Keili. Rétt þegar ég kom að þessu þá kemur ómerktur lögreglubíll og leggur þvert á götuna til að stöðva umferðina framhjá. Þetta getur náttúrulega sprungið í loft upp. Á mjög heppilegum stað því hægt var að vísa umferðinni niður í hringtorgið þarna og svo aftur upp úr því hinum megin.“

Teitur segist hafa séð fjórar manneskjur úti í hrauni skammt frá sem líklega hafi verið í bílnum, en bíllinn var mannlaus. „Ég sá fjórar manneskjur sitja fyrir utan veg, sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni.“

RÚV greinir frá atvikinu. Kemur þar fram að búið er að loka Reykjanesbrautinnni til vesturs. Hjáleið er um Vatnsleysustrandarveg. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, staðfestir að lögregla sé komin á vettvang.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng