Fjallað er um málefni Jude Bellingham á forsíðum spænskra blaða í dag og þar er talað um hrun í leik hans frá síðustu leiktíð.
Bellingham byrjaði frábærlega hjá Real Madrid á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta tímabil á Spáni.
Talið er að hrun Bellingham tengist komu Kylian Mbappe til félagsins en allur leikur Real virðist snúast um franska sóknarmanninn.
Bellingham hefur færst aftar á völlinn með komu Mbappe og er meira í hlutverkinu sem Toni Kroos var í að stjórna spilinu.
Bellingham hefur ekki skorað mark á þessu tímabili en hann hefur lagt upp tvö mörk.
Bellingham skoraði sex mörk í sjö fyrstu leikjum á síðustu leiktíð en hefur verið í vandræðum þar núna og hafa spænskir miðlar áhyggjur af stöðu hans þessa dagana.