Sir Jim Ratcliffe sem á 28 prósenta hlut í Manchester United hefur boðað komu sína á leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag.
Það er krísa hjá United en Ratcliffe stýrir félaginu ásamt sínu fólki í dag.
Ratcliffe mætir ekki á marga leiki hjá United en koma hans á sunnudag er sögð benda til þess að eitthvað gæti gerst.
Ratcliffe skoðaði það alvarlega að reka Erik ten Hag úr starfi í sumar en ákvað að gefa honum meiri tíma.
Nú þegar Untied hefur farið hræðilega af stað í enska boltanum er talið að Ratcliffe gæti farið í breytingar.
Leikurinn á sunnudag verður áhugaverður á Villa Park en tapi United illa gæti það orðið síðasti leikur Ten Hag í starfi.