Þar gerir hann ákvörðun Arion banka að lækka vexti að umtalsefni.
Bankinn tilkynnti í morgun að óverðtryggðir vextir myndu lækka í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í gær. Munu óverðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,64%. Þá lækka óverðtryggðir fastir vextir um 0,6 prósentustig og verða 8,8%.
Vilhjálmur segir að þessi lækkun upp á 0,6% hafi töluverð áhrif og þýði til dæmis að vaxtabyrði af 50 milljóna króna húsnæðisláni með breytilega óverðtryggða vexti muni lækka um 25 þúsund krónur á mánuði, eða 300 þúsund krónur á ári.
„Við erum á réttri leið og ég skora enn og aftur á verslun og þjónustu sem og sveitarfélög að halda vel aftur af verð-og gjaldskrár hækkunum á komandi mánuðum.“