Florian Wirtz miðjumaður Bayer Leverkusen gæti orðið heitasti bitinn á markaðnum næsta sumar ef marka má frétt Bild í dag.
Arsenal, Bayern Munich, Manchester City og Real Madrid eru sögð öll vilja kaupa hann.
Í frétt Bild segir í dag að Wirtz verði til sölu fyrir 125 milljónir punda næsta sumar.
Wirtz er mjög skapandi miðjumaður en hann er 21 árs gamall og hefur vakið athygli síðustu ár.
Wirtz er orðinn lykilmaður í þýska landsliðinu og hefur átt góð ár í Leverkusen en gæti farið næsta sumar.