Það mun ekki fara illa um David og Victoru Beckham í Miami á næstunni en þau hafa fest kaup á húsi sem kostaði 60 milljónir punda.
Húsið er staðsett við Biscayne Bay sem er vinsæll staður í Miami.
Þau eyða miklum tíma í borginni eftir að David Beckham stofnaði knattspyrnufélagið Inter Miami.
Í þessu 11 milljarða króna húsi er allt til alls en húsið var byggt árið 2018. Í húsinu eru 9 svefnherbergi og fimm baðherbergi.
Í húsinu má einnig finna bíósal, líkamsrækt, heilsulind og sundlaug.
Utandyra er stórt eldhús og stór svæði á þakinu þar sem hægt er að horfa yfir flóann. Einnig er bryggja við húsið þar sem hægt er að koma með bátinn sinn og njóta lífsins.