fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Fókus

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2024 09:13

Sean Combs og Denzel Washington saman á mynd árið 2001. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikaranum Denzel Washington var verulega misboðið þegar hann mætti í partý til tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs, eða P. Diddy eins og hann er stundum kallaður.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hegðun tónlistarmannsins að undanförnu, en hann hefur sem kunnugt er verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hafa margar konur stigið fram og sakað hann um brot gegn sér. Er hann meðal annars sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga.

Denzel, sem er orðinn 69 ára, var boðið í partý til P. Diddy árið 2003 og segir heimildarmaður Us Weekly að honum hafi ofboðið framkoma rapparans í partýinu.

„Denzel öskraði á hann: „Þú berð ekki virðingu fyrir neinum“,“ segir heimildarmaðurinn að Denzel hafi sagt en hann var staddur í gleðskapnum sem stóð langt fram á morgun ásamt eiginkonu sinni, Paulettu Pearson.

„Þau höfðu séð eitthvað gerast sem þau voru ekki hrifin af og ruku út,“ segir heimildarmaður Us Weekly.

Ekki liggur fyrir hvað það var sem Denzel og eiginkona hans sáu en ýmislegt virðist hafa gengið á í partíunum sem P. Diddy hélt. Hefur til dæmis verið fullyrt að kynsvall hafi verið stundað í herbergjum í glæsivillu rapparans þar sem kynlífsverkafólk fékk örvandi fíkniefni til að halda partýinu gangandi.

Þá er fræg sagan af því þegar mörg hundruð lítrar af barnaolíu fundust á heimili hans. Mun rapparinn hafa þurft að greiða stórfé til að borga fyrir þrif á sófum og rúmum á ónefndu hóteli eftir að allt var löðrandi í olíu eftir einn gleðskapinn. Gengu partýin undir nafninu „freak-offs“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Gömul hugmynd mín að glæpamynd hefur bara illu heilli raungerst“

„Gömul hugmynd mín að glæpamynd hefur bara illu heilli raungerst“
Fókus
Í gær

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar leyndarmálið á bak við 40 ára samband

Opinberar leyndarmálið á bak við 40 ára samband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður gerðist boðflenna í risapartý P.Diddy og lýsir því sem fyrir augum bar

Blaðamaður gerðist boðflenna í risapartý P.Diddy og lýsir því sem fyrir augum bar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Roxette snúa aftur

Roxette snúa aftur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda og Þorsteinn byrjuð með nýja þætti og rukka „vandræðalega lítið og aðallega hugsað til að „haters“ fái ekki ókeypis efnivið“

Hulda og Þorsteinn byrjuð með nýja þætti og rukka „vandræðalega lítið og aðallega hugsað til að „haters“ fái ekki ókeypis efnivið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur lögreglumaður leitaði að tveimur drengjum frá gjörólíkum heimilum – „Þeir öfunduðu hvorn annan“

Guðmundur lögreglumaður leitaði að tveimur drengjum frá gjörólíkum heimilum – „Þeir öfunduðu hvorn annan“