fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 10:30

Melania Trump og Donald Trump. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikana í komandi forsetakosningum, er hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu ákveðnu máli sem verið hefur verið vinsælt þrætuepli á milli stríðandi fylkinga í bandarískum stjórnmálum á undanförnum árum.

Donald Trump hefur lýst sig andsnúinn þungunarrofi og ekki löngu eftir að hann var kjörinn forseti á sínum tíma skrifaði hann undir tilskipun sem hefti fjárframlög til fóstureyðinga. Átti þetta til dæmis við um samtök sem framkvæma fóstureyðingar, Planned Parenthood þar á meðal.

Ævisaga Melaniu Trump er væntanleg í verslanir í næstu viku og hefur breska blaðið Guardian fengið eintak af bókinni þar sem Melania tjáir sig meðal annars um rétt kvenna til þungunarrofs, eða fóstureyðinga.

Segir hún í bókinni að hún styðji rétt kvenna til að velja hvenær rétti tíminn er að ganga undir fóstureyðingu. Alveg frá því hún komst á fullorðinsár hafi hún verið þessarar skoðunar.

„Af hverju ætti einhver en konan sjálf að hafa völdin til að ákveða hvað hún gerir við sinn líkama,“ spyr Melania í bókinni og bætir við að það sé grundvallarréttur hverrar manneskju að hafa yfirráð yfir sínum eigin líkama. Þess vegna eigi konur að eiga fullan rétt á því að gangast undir þungunarrof þegar þeim sýnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær
Pressan
Í gær

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu

Boris Johnson segir að COVID hafi átt upptök í kínverskri rannsóknarstofu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann

Bræðurnir voru dæmdir fyrir hrottafengið morð – Nú er komið í ljós að þeir voru saklausir allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni

Þekkir þú klukkan 15 regluna? Læknir útskýrir hvers vegna þú ættir að íhuga að fylgja henni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“