Það var heldur betur líf og fjör í þeim níu leikjum sem fram fóru í Meistaraddeild Evrópu. Aston Villa vann frækinn 1-0 sigur á FC Bayern á heimavelli í Birmingham.
Jhon Duran kom inn af bekknum og skoraði gott mark en Manuel Neuer markvörður Bayern gerði sig sekan um slæm mistök.
Liverpool vann góðan 2-0 sigur á Bologna á heimavelli en Alecis Mac Allister og Mo Salah sáu um það að skora mörkin.
Juventus tókst að vinna 2-3 sigur á Leipzig á útivelli þrátt fyrir að Michele Di Gregorio hafi látið reka sig af velli eftir klukkutíma. Dusan Vlahovic skoraði tvö en Benjamin Sesko skoraði tvö fyrir Leipzig.
Benfica vann mjög óvæntan 4-0 sigur á Atletico Madrid á heimavelli.
Real Madrid tapaði á útivelli gegn Lille en Hákon Arnar Haraldsson er áfram frá vegna meiðsla, Jonathan David skoraði eina markið af vítapunktinum
Úrslit kvöldsins:
Girona 2 – 3 Feyenoord
Shaktar Donetsk 0 – 3 Atalanta
Aston Villa 1 – 0 FC Bayern
Benfica 4 – 0 Atletico Madrid
Dinamo Zagreb 2 – 2 Monaco
Liverpool 2 – 0 Bologna
Lille 1 – 0 Real Madrid
RB Leipzig 2 – 3 Juventus
Sturm Graz 0 – 1 Club Brugge