Sky News skýrir frá þessu og segir að talið sé að drengirnir séu yngstu morðingjarnir, sem notast hafa við hníf eða sveðju, í Bretlandi.
Þeir drápu Shawn Seesahai í almenningsgarði í Wolverhampton og notuðu sveðju við ódæðisverkið.
Talið er að þeir séu þeir yngstu til að vera sakfelldir fyrir morð í Bretlandi síðan 1993 en þá voru Robert Thompson og Jon Venables sakfelldir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Þeir voru þá 11 ára.
Við dómsuppkvaðninguna í síðustu viku sagði dómarinn að verknaður þeirra hafi verið hryllilegur. Þeir hafi ekki þekkt Seesahai og að þeir hafi ætlað sér að drepa hann.
Þeir veittu honum 23 cm djúpt stungusár og fór sveðjan næstum alveg í gegnum líkama hans.