fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 03:27

Það þýðir lítið að reyna að ljúga að tannlækninum varðandi tannhirðuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heldur þú að ef þú færð þér einn slurk af munnskoli áður en þú ferð til tannlæknis, þá getir þú leynt fjölda upplýsinga um venjur þína, þar á meðal það sem þú gerir í svefnherberginu? Ef svo er, þá skaltu hugsa þig um á nýjan leik.

Margir finna hjá sér þörf fyrir að ljúga að tannlækninum sínum en rannsókn, sem var gerð 2020, sýndi að 73% fólks segir ekki satt þegar tannlæknirinn spyr út í eitt og annað sem tengist tannheilsu.

Rúmlega fjórðungur þeirra sem sagðist gera þetta, sagðist gera þetta af því að þeir skammast sín fyrir hversu illa þeir hirða um tennurnar. 17% sögðu að tannlæknahræðsla væri ástæðan.

En það er ekki hægt að blekkja tannlækninn, því um leið og hann kíkir upp í fólk, þá sér hann hvort fólk er að segja satt.

Minoo Ghamari, tannlæknir, skýrði Metro frá stærstu lygum viðskiptavina tannlækna og hvað kemur upp um þá.

Ég reyki ekki eða veipa – Hún sagði að tannlæknar geti venjulega séð hvort fólk reyki og það sé mikilvægt að segja tannlækninum frá því svo hann geti kannað tannheilsuna. Nikótínblettir á tönnunum er það fyrsta sem kemur upp um fólk. Reykingar geta einnig valdið sérstakri lykt í munninum og það getur verið erfitt að fela þessa lykt. Reykingar geta einnig gert munninn þurran og jafnvel valdið tannholdssjúkdómum.

Ég drekk ekki gosdrykki eða kaffi – Einn af hverjum fimm þátttakendum í fyrrgreindri rannsókn, játaði að hafa logið til um neyslu gosdrykkja. Þeir innihalda sýrur sem brjóta glerunginn niður og því er tilgangslaust að reyna að leyna þessu.

Ég nota tannþráð reglulega – 20% þátttakendanna sögðust ljúga til hvað varðar tannþráðsnotkun sína. Ghamari sagði „augljóst“ hvort fólk noti tannþráð eða ekki. Tannsteinn geti safnast á milli tannanna ef tannþráður sé ekki notaður og því sé augljóst hvort fólk noti hann eða ekki. Annað sem kemur upp um þá sem svíkjast um, er að tannholdið getur verið bólgið, tennurnar mislitar og tennur geta jafnvel færst til en það er þó sjaldgæft.

Ég hef ekki stundað munnmök nýlega – Þetta er ekki algeng lygi því þetta er ekki eitthvað sem fólk vill segja frá eða er spurt um. En ef þetta kæmi upp, þá er rétt að hafa í huga að tannlæknirinn getur venjulega séð hvort þú hefur veitt munnmök, þetta á við um þá sem setja getnaðarlim upp í munninn á sér, hvort sem þú neitar því eða ekki. Ghamari sagði að það sjáist smávegis áverkar í munninum eftir að typpi hefur verið uppi í honum og vanur tannlæknir sjái þá. Þeir hverfa þó eftir um viku, svo það er bara hægt að bíða í viku með að fara til tannlæknis eftir síðustu munnmök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við