fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Olivia Nuzzi var send í leyfi frá The New York Magazine í september eftir að upp komst að hún hafi átt í starfrænu ástarsambandi við fyrrum forsetaframbjóðandann Robert F. Kennedy Jr. Samband þeirra hófst eftir að hún tók viðtal við hann í nóvember á síðasta ári.

Bæði Nuzzi og Kennedy þvertaka fyrir að hafa átt í líkamalegu sambandi heldur hafi kynferðisleg samskipti þeirra átt sér stað í gegnum skilaboð og Facetime. Nuzzi er 31 árs og Kennedy er sjötugur.

Nuzzi er ekki ánægð með að upp hafi komist um samskipti  hennar við stjórnmálamanninn og hefur hún lagt fram kæru þar sem hún sakar fyrrum unnusta sinn, Ryan Lizza, um að hafa lekið upplýsingum um sambandið í fjölmiðla. Lizza hafi áður hótað henni að gera einmitt það til að rústa lífi hennar, ferli og mannorði. Telur Nuzzi ljóst að Lizza hafi staðið við stóru orðin.

Lizza starfar fyrir fjölmiðilinn Politico og var honum stefnt fyrir dóm í gær þar sem stóð til að taka fyrir kröfu Nuzzi um nálgunarbann. Hann mætti þó ekki heldur segir í yfirlýsingu sem hann sendi CNN að hann sé hryggur yfir þessum ásökunum.

„Ég er niðurbrotinn að fyrrum unnusta mín hafi lagst svo lágt að leggja fram þessar fölsku ásakanir gegn mér til að beina athyglinni frá hennar persónulegu og faglegu mistökum. Ég þverneita þessum ásökunum og mun verjast þeim af krafti, og hafa betur gegn þeim.“

Nuzzi heldur því fram að Lizza hafi fyrst byrjað að áreita hana í júlí á þessu ári til að reyna að kúga hana aftur til sín. Hann hafi meðal annars stolið af henni raftækjum, stolið þaðan persónulegum gögnum og svo selt þau þeim fjölmiðlum sem voru tilbúnir að borga mest. Lizza hafi eins klagað hana til yfirmanna hennar, en hafi notast við dulnefni eða lepp. Dómari úrskurðaði í gær að Nuzzi eigi rétt á lögreglufylgd þegar hún freista þess að endurheimta eigur sínar frá fyrrum unnustanum. Málið verður svo tekið fyrir að nýju þann 15. október.

Lizza hefur sjálfur lent í vandræðum út af óviðeigandi framkomu en hann var rekinn frá New Yorker árið 2017 eftir ásakanir um óviðeigandi kynferðislega framkomu í tengslum við MeToo-hreyfinguna. Hann og Nuzzi trúlofuðu sig árið 2022 og ætluðu þau að gefa saman út bók um forsetakosningarnar 2020.

DailyMail hafði það frá nánum vinum leikkonunnar Cheryl Hines, sem er eiginkona Kennedy, að leikkonan ætli sér að sækja um skilnað. Framhjáhaldið hafi komið henni að óvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við