fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 11:21

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikana í komandi kosningum, segir að heimsbyggðin sé nálægt algjörri katastrófu vegna ástandsins í Mið-Austurlöndum.

Trump lét þessi orð falla eftir að Íranir gerðu eldflaugaárásir á Ísraelsmenn í gær, en eins og greint hefur verið frá hafa Ísraelsmenn hótað því að hefna fyrir árásirnar í gær. Hafa olíuvinnslustöðvar Írana einkum verið nefndar í því samhengi.

Trump var ómyrkur í máli þegar hann ræddi stöðuna og sagði að skærur Írana og Ísraelsmanna minntu einna helst á slagsmál á milli barna á skólalóð.

Hann gagnrýndi varaforsetann og forsetaframbjóðanda Demókrata, Kamölu Harris, harðlega og sagði að hvorki hún né Joe Biden væru starfi sínu vaxin.

„Ég hef lengi talað um að þriðja heimsstyrjöldin sé yfirvofandi,“ sagði Trump og bætti vð að hann vildi ekki spá fyrir um það hvort þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast. Spádómar hans ættu það nefnilega til að rætast. „Við ætlum ekki að spá fyrir um þetta en við erum nálægt algjörri katastrófu.“

„Forsetinn okkar gerir ekkert og varaforsetinn, sem ætti að vera við völd, gerir það ekki heldur. Það veit enginn hvað er í gangi – hún var á fjáröflunarsamkomu í San Francisco,“ bætti Trump við á blaðamannafundi sem hann hélt í Milwaukee í gær.

Trump minnti svo á að þegar hann var forseti Bandaríkjanna hafi friður ríkt í Mið-Austurlöndum og Íran haldið sig á mottunni. Þá hafi friður ríkt í Evrópu og í Afganistan. Nú sé öldin hins vegar önnur enda utanríkisstefna Bandaríkjanna verið veik í forsetatíð Joe Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við