fbpx
Miðvikudagur 02.október 2024
Fréttir

Landsbankinn týndi veðskuldabréfi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:00

Höfuðstöðvar Landsbankans. Mynd: Landsbankinn.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn hefur höfðað mál til að fá veðskuldabréf ógilt en ástæða stefnunnar er að frumrit bréfsins glataðist í meðförum bankans.

Þetta kemur fram í stefnu sem birt er í Lögbirtingablaðinu í dag.

Veðskuldabréfið var gefið út 2022 og var tryggt með 2. veðrétti í fasteign hjóna á Austurlandi og var upphafleg fjárhæð þess um 21 milljón króna.

Í dag hvílir bréfið hins vegar á 1. veðrétti fasteignarinnar. Skuldabréfið er óverðtryggt og ber breytilega íbúðalánavexti eins og þeir eru ákveðnir af bankanum. Skuldabréfið er til 40 ára með afborgunum auk vaxta á eins mánaða fresti.

Í stefnunni segir að Landsbankinn sé eigandi skuldabréfsins og kröfuhafi samkvæmt því. Frumrit bréfsins sé hins vegar glatað og hafi ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit en það hafi tapast í meðförum bankans. Bankanum sé nauðsynlegt að fá dóm til ógildingar á bréfinu, svo hann geti neytt réttar síns samkvæmt hinu glataða skuldabréfi.

Það kemur hins vegar ekki fram í stefnunni hvort að þetta þýði að afborganir hjónanna af veðskuldabréfinu séu í uppnámi verði það ekki ógilt.

Landsbankinn höfðar málið fyrir Héraðsdómi Austurlands með vísan til laga um meðferð einkamála en málið verður tekið fyrir í næsta mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Banaslysið á Sæbraut: Sakar Sjálfstæðismenn um tvískinnung og segir þá hluta af vandanum

Banaslysið á Sæbraut: Sakar Sjálfstæðismenn um tvískinnung og segir þá hluta af vandanum
Fréttir
Í gær

Kröfðu þekktan fjárfesti um milljónir vegna þrifa á bíl

Kröfðu þekktan fjárfesti um milljónir vegna þrifa á bíl
Fréttir
Í gær

Dagbókarskrif Ólafs Ragnars vekja athygli: „Guðs lukka að hann hafi verið forseti þegar Davíð óð upp í frekju sinni“

Dagbókarskrif Ólafs Ragnars vekja athygli: „Guðs lukka að hann hafi verið forseti þegar Davíð óð upp í frekju sinni“
Fréttir
Í gær

Banaslysið á Sæbraut: Kjartan vildi auka öryggi gangandi vegfarenda en tillagan var felld

Banaslysið á Sæbraut: Kjartan vildi auka öryggi gangandi vegfarenda en tillagan var felld
Fréttir
Í gær

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar komið til landsins

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar sagður hafa krafist þess að fara á launaskrá hjá Miðflokknum – „Ég gerði aldrei neinar ófrávíkjanlegar kröfur“

Arnar sagður hafa krafist þess að fara á launaskrá hjá Miðflokknum – „Ég gerði aldrei neinar ófrávíkjanlegar kröfur“