fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 09:00

Frá Beirút í Líbanon í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að Íranir hafi gert „stór mistök“ þegar þeir ákváðu að skjóta flugskeytum að Ísrael í gær. Sprengjum rigndi yfir borgirnar Tel Aviv og Jerúsalem en loftvarnarkerfi Ísraels náði að forða því að stórtjón yrði.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, var í símasambandi við Netanjahú í gær þegar Íranir hófu árásir sínar. Hann segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu og telur að Miðausturlönd séu á „brúninni“ og mjög lítið megi út af bregða til að allt fari í bál og brand.

Fréttir hafa nú borist af því að Ísraelsmenn hafi mögulega í hyggju að skjóta á olíuvinnslustöðvar í Íran til að hefna fyrir árásina í gær. Íran er eitt stærsta olíuríki heims og á gríðarlegra hagsmuna að gæta að olíuvinnsla verði ekki fyrir skakkaföllum.

Í umfjöllun Daily Mail er haft eftir Avi Melamed, fyrrverandi leyniþjónustumanni í Ísrael, að árásir Írana í gær þýði bara eitt: Ísraelsmenn muni hefna fyrir árásina og þær verði mun meiri að umfangi en hefndarárásirnar í apríl þegar Íranir gerðu drónaaárásir á Ísrael.

Mohammad Bagheri, hátt settur aðili í íranska byltingavarðliðinu, sagði í morgun að Íranir væru að sama skapi tilbúnir og hugsanlegum hefndaraðgerðum Ísraelsmanna yrði mætt af fullum þunga. Íranski herinn væri bæði tilbúinn að verjast og sækja.

„Ef Evrópu eða Bandaríkjunum tekst ekki að halda aftur af síonistastjórninni, sem gengin er af göflunum, þá verða aðgerðir kvöldsins endurteknar en í miklu stærri mæli þar sem allir innviðir Ísraels eru undir,“ sagði Bagheri. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, hefur einnig hvatt Bandaríkjamenn til að skipta sér ekki af átökunum.

Bandaríkjamenn hafa stutt dyggilega við bakið á Ísraelsmönnum og munu halda því áfram, samkvæmt yfirlýsingu Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins. „Við höfum talað skýrt um það að það verða afleiðingar af þessari árás, miklar afleiðingar, og við munum vinna með Ísraelsmönnum að því.“

Á sama tíma og allt er á suðupunkti á milli Íran og Ísraels, tveggja stórra hervelda, hafa Ísraelsmenn haldið aðgerðum sínum í Líbanon áfram. Markmið Ísraelshers er að uppræta Hezbollah-hreyfinguna sem Íranir styðja. Snemma í morgun bárust fréttir af eldflaugaárásum Ísraelshers á suðurhluta höfuðborgarinnar Beirut. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en talið er að minnsta kosti eitt þúsund manns hafi látið lífið í Líbanon í árásum Ísraelshers síðastliðnar tvær vikur eða svo. Ísraelsher er ekki heldur búinn að gleyma Gaza-svæðinu en í frétt Mail Online kemur fram að 32 hafi látið lífið í árásum sem gerðar voru í Khan Younis í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Í gær

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins