Benni McCarthy fyrrum aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Manchester United segir að það vanti alla ástríðu í hollenska stjórann sem nú erí klípu.
McCarthy var látinn fara í sumar þegar samningur hans var á enda og stokkað var upp í teyminu hjá Ten Hag.
„Það vandar eldmóð í hann, það vantar ástríðuna. Þar vorum við ekki á sömu blaðsíðu,“ sagði McCarthy í viðtali núna.
„Þetta var einn af stærstu veikleikunum þegar kom að liðinu og leikmönnum.“
Hann segir samstarfið stundum hafa verið erfitt.
„Ég varð að fara með öll samskipti í gegnum hann.“
„Fyrir mig sem er mína sannfæringu, þá var það ekki alltaf auðvelt. Erik hafði alltaf síðasta orðið.“