Metro segir að þar sem konan hafi ekki heyrt vel hafi þau átt samskipti í næturklúbbnum með því að skrifa á miða. En maðurinn vissi ekki af heyrnarskerðingu hennar og taldi þetta vera hluta af „leik“.
Eftir að þau höfðu drukkið áfengi og dansað og skemmt sér bauð Tikhonov, sem er 28 ára, konunni með heim til sín.
Þegar þangað var komið sá konan einkennisbúning hans, hann gegnir herþjónustu, og fór að spyrja hann út í starf hans hjá hernum og vakti þetta grunsemdir hjá honum.
Hann tók þá eftir að hún var með heyrnartæki og taldi hann það vera upptökubúnað.
78.ru segir að þegar konan hafi spurt hann um herþjónustu hans, hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að hún væri „njósnari fyrir Úkraínu“ og hafi þá byrjað að kýla hana og sparka í hana.
Hann hringdi síðan í neyðarlínuna og sagðist hafa boðið konunni heim en hún hafi reynst vera „úkraínsk“.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var Tikhonov drukkinn. Reynt var að bjarga lífi konunanr en áverkar hennar voru svo miklir að það tókst ekki og var hún úrskurðuð látin á vettvangi.
Lögreglan staðfesti síðan að „njósnatækið“ var heyrnartækið hennar.
Tikhonov hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. nóvember.