Samkvæmt varnarsveit Ísrael, Israel Defense Forces, hefur Íran skotið eldflaugum í átt til landsins, en Bandaríkin höfðu varað við árásinni fyrr í dag. Íran hefur staðfest árásina og segist hafa skotið tugum eldflauga að Ísrael.
BREAKING:
Iran is hitting Israel. pic.twitter.com/mC7wzF9msp
— Globe Eye News (@GlobeEyeNews) October 1, 2024
Loftvarnalúðrar hljóma nú í Ísrael en talið er að skotmörkin séu þrjár herstöðvar og svo höfuðstöðvar leyniþjónustunnar, Mossad, skammt við Tel Aviv.
BBC greinir frá því að í Jerúsalem hafi heyrst hvar loftvarnakerfi Ísrael stöðvaði tvær eldflaugar.
The skies over Israel right now as Iran fires hundreds of ballistic missiles.
This – THIS – is what it looks like when a country tries to commit genocide. pic.twitter.com/T2PlSw19P1
— Aviva Klompas (@AvivaKlompas) October 1, 2024
Reuters greinir frá því að fólk í Ísrael leiti skjóls og að fréttamenn hafi legið flatir á jörðinni á meðan þeir flytja fréttir af stöðunni.
Íran hafði heitið hefndum eftir að leiðtogar líbönsku samtakanna, Hezbollah, lést í árás á dögunum.
Footage of ballistic missiles arriving in Israel sent by the Islamic regime in Iran and there are reports of missile hit or fragment of one falling in Tel Aviv. Updates to follow. This is the fourth round of sirens in Tel Aviv tonight. ❤️🩹 pic.twitter.com/Vn25OpIBpk
— Emily Schrader – אמילי שריידר امیلی شریدر (@emilykschrader) October 1, 2024
Núna rétt um 17:00 virðist önnur umferð eldflauga hafa gengið yfir landið og mætt loftvarnakerfi Ísrael á himninum yfir borgina Amman í Jórdaníu, þar sem sjá mátti blossa og sprengingar heyrðust.
Fréttateymi CNN í Ísrael, Jerúsalem og Haifa, hafa talið tugi eldflauga á himninum, en loftvarnakerfi hefur tekist að sprengja nokkrar þeirra.
Fjármálaráðherra Ísrael skrifaði á samfélagsmiðla að Íran muni sjá eftir þessu: „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“
🚨 DOZENS OF IMPACT BY IRANIAN MISSILES AT ISRAELI TARGETS pic.twitter.com/yvpq2HpaZY
— Iran Observer (@IranObserver0) October 1, 2024
Al Jazeera ræddi við íbúa í Tel Aviv fyrir skömmu og sá sagðist enn heyra í loftvarnalúðrum. „Við erum ekki langt frá varnarmálaráðuneytinu og höfuðstöðvum ísraelska hersins og við heyrum enn varnarlúðra í Tel Aviv. Við erum ekki örugg svo lengi sem stríð geisar. Við höfum fengið skýr fyrirmæli um að halda okkur í sprengjuskýlum og öryggisherbergjum, ef við höfum í slíkt að leita.“
Approx. 10 million civilians are the targets of Iranian projectiles. pic.twitter.com/680uDJm3CJ
— Israel Defense Forces (@IDF) October 1, 2024
uppfært 17:32
Sendinefnd Íran til Sameinuðu þjóðanna segir í færslu á X (áður Twitter) að árás Íran sé löglegt, rökrétt og lögmætt viðbragð við „hryðjuverkaárásum Zíonista“ sem hafi beinst gegn írönskum borgurum og hagsmunum og þar með vegið að fullveldi Íran. Þar með hafi Íran brugðist við og ef Ísrael vogi sér að fremja frekari árásir gegn hagsmunum Íran þá verði þeim svarað af enn meiri þunga.
Rétt i þessu birti talsmaður ísraelska hersins, Daniel Hagari, ávarp í sjónvarpinu þar sem hann sagði Ísrael ætla að verja og svara þessari árás og það sem fyrst.
Iran’s legal, rational, and legitimate response to the terrorist acts of the Zionist regime—which involved targeting Iranian nationals and interests and infringing upon the national sovereignty of the Islamic Republic of Iran—has been duly carried out. Should the Zionist regime…
— I.R.IRAN Mission to UN, NY (@Iran_UN) October 1, 2024
Fréttin hefur verið uppfærð