AFP greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Þá hafa fréttamiðlarnir Reuters og Axios einnig greint frá því sama samkvæmt heimildum.
Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon í gærkvöldi og er markmið þeirra að uppræta Hezbollah-samtökin sem þar starfa með stuðningi yfirvalda í Íran.
Innrás Ísraels í gærkvöldi markar ákveðna stigmögnun í stríðinu því þar til í gærkvöldi höfðu hersveitar Hezbollah og Ísraels aðeins skotið eldflaugum yfir landamærin. Sem svar við innrásinni munu Íranir vera með árás á Ísrael í undirbúningi.
Heimildarmaður innan Hvíta hússins í Washington segir við CBS að eldflaugaárás á Ísrael frá Íran muni hafa „umtalsverðar afleiðingar“ í för með sér fyrir Íran án þess að fara nánar út í hvað það merkir.