fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 14:13

Ísraelskir hermenn við landamæri Ísraels og Líbanons. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranir eru sagðir vera með í undirbúningi umfangsmikla eldflaugaárás á Ísrael sem svar við innrás Ísraels í Líbanon.

AFP greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Þá hafa fréttamiðlarnir Reuters og Axios einnig greint frá því sama samkvæmt heimildum.

Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon í gærkvöldi og er markmið þeirra að uppræta Hezbollah-samtökin sem þar starfa með stuðningi yfirvalda í Íran.

Innrás Ísraels í gærkvöldi markar ákveðna stigmögnun í stríðinu því þar til í gærkvöldi höfðu hersveitar Hezbollah og Ísraels aðeins skotið eldflaugum yfir landamærin. Sem svar við innrásinni munu Íranir vera með árás á Ísrael í undirbúningi.

Heimildarmaður innan Hvíta hússins í Washington segir við CBS að eldflaugaárás á Ísrael frá Íran muni hafa „umtalsverðar afleiðingar“ í för með sér fyrir Íran án þess að fara nánar út í hvað það merkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Í gær

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins