Samkvæmt Sky Sports eru forráðamenn Manchester United efins með það að ráða Gareth Southgate til starfa verði Erik ten Hag rekinn.
Þannig segir Melissa Reddy fréttakona á Sky að talið sé að stuðningsmenn United yrðu ekki hrifnir af því.
Það er til skoðunar að reka Ten Hag úr starfi eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.
Southgate þekkir til hjá þeim sem ráða hjá United og hefur hann verið reglulega orðaður við starfið eftir að INEOS fór að stýra United.
Þá eru hann og Dan Asworth yfirmaður knattspyrnumála hjá United miklir vinir. Forráðamenn United eru sagðir efins um að það færi vel í stuðningsmenn ef fyrrum þjálfari enska landsliðsins kæmi til starfa.