fbpx
Þriðjudagur 01.október 2024
Fréttir

Adolf Ingi vill banna hnefaleika alfarið – „Sorrí, Bubbi, ég elska þig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður og áður einn þekktasti íþróttafréttamaður landsins, vill að hnefaleikar verði bannaðir með öllu á Íslandi en væntanlegt er frumvarp á alþingi um að leyfa þá. Hnefaleikar voru bannaðir árið 1956 en árið 2002 voru ólympískir hnefaleikar leyfðir. Adolf Ingi hefur efasemdir um að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Hann segir í grein á Vísir.is:

„Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig).“

Adolf Ingi segir að sá grundvallarmunur sé á hnefaleikum og öðrum í þróttum að hnefaleikar sé eina íþróttin sem gangi út á að skaða mótherjann:

„Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik.“

Adolf Ingi bendir á að á seinni árum hafi komið æ betur í ljós hvað ítrekuð höfuðhögg hafa alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Vissulega séu meiðsli í öðrum íþróttagreinum en grundvallarmunurinn sé sá að markmiðið í hnefaleikum sé að valda meiðslum. Hann segir ennfremur:

„Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óleyfisframkvæmdirnar í Vogum – Leigjendur í leyfislausum íbúðum án salernis og sturtu

Óleyfisframkvæmdirnar í Vogum – Leigjendur í leyfislausum íbúðum án salernis og sturtu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eitt dýrasta kerfi í heimi en með næst lakasta árangur í Evrópu – „Neyðarástand“

Eitt dýrasta kerfi í heimi en með næst lakasta árangur í Evrópu – „Neyðarástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjóri Árborgar um skattahækkanir bæjarins – „Eðlilega er enginn ánægður með slíkan aukareikning“

Bæjarstjóri Árborgar um skattahækkanir bæjarins – „Eðlilega er enginn ánægður með slíkan aukareikning“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði fé fyrir útför móður sinnar og eyddi því síðan í sjálfa sig

Safnaði fé fyrir útför móður sinnar og eyddi því síðan í sjálfa sig