Hafa Hizbollah-samtökin einkum beint sjónum sínum að bæjunum Shtula og Metula í nótt sem eru við landamæri Líbanons, en talið er að ísraelskir hermenn haldi til þar. Þá hafa samtökin einnig skotið eldflaugum að hafnarborginni Haifa í norðurhluta Ísraels.
Ísraelsher sendi herlið inn fyrir landamæri suðurhluta Líbanons í gærkvöldi og þá voru gerðar loftárásir á höfuðborgina Beirút. Hizbolla-samtökin eru sögð hafa veitt harða mótspyrnu en Ísraelsher segir að aðgerðinni sé beint að „ákveðnum skotmörkum“.
Ísraelskir hermenn sem taka þátt í innrásinni tilheyra hinni svokölluðu 98. deild hersins sem er einskonar úrvalssveit hermanna. Voru umræddir hermenn kallaðir frá Gaza á dögunum. Ekki liggur fyrir hversu mikið mannfall varð í árásum næturinnar.