Morgunblaðið fjallar um þetta í dag.
„Það er náttúrlega hræðilegt tilefni að þurfa að ræða þetta þegar orðið hefur banaslys en það er rétt að þetta er ekki nýtt mál og þetta hefur verið rætt í að minnsta kosti nokkur ár,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið.
Kona á fertugsaldri lést þegar fólksbíl var ekið á hana þegar hún var á leið yfir Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, aðfaranótt sunnudags.
Í Morgunblaðinu segir að eftir að tillagan var felld hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram bókun þar sem þeir sögðu ófremdarástand ríkja á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar. Önnuðu þau engan veginn þeim umferðarþunga sem kemur frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúðabyggð þar.
Til stendur að leggja fram nýja tillögu á fundi borgarstjórnar í dag þess efnis að ráðist verði í neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á fyrrnefndum gatnamótum. Hefur Morgunblaðið eftir Kjartani að það sé hræðilegt að upp þurfi að koma banaslys svo umræðan fari aftur af stað. Kveðst hann vona að betur verði tekið í tillögu flokksins í dag.