Bournemouth 3 – 1 Southampton
1-0 Evanilson(’17)
2-0 Dango Quattara(’32)
3-0 Antoine Semenyo(’39)
3-1 Taylor Harwood Bellis(’51)
Nýliðar Southampton eru svo sannarlega í basli í ensku úrvalsdeildinni en liðið spilaði við Bournemouth í dag.
Leikið var á Vitality vellinum í Bournemouth þar sem heimamenn fögnuðu nokkuð þægilegum 3-1 sigri.
Bournemouth var með örugga 3-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en gestirnir minnkuðu muninn snemma í þeim síðari.
Southampton er enn aðeins með eitt stig eftir sex leiki og hefur skorað þrjú mörk hingað til sem er ekki vænlegt til árangurs.
Bournemouth fer nokkuð vel af stað og er um miðja deild með átta stig.