fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur Ragnar fer hörðum orðum um Davíð – „Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. september 2024 19:00

Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti hefur tekið saman brot úr dagbókum sem hann hélt meðan deilurnar um fjölmiðlalögin og Icesave stóðu sem hæst. Dagbókarbrotin birtir hann í nýrri bók sinni, Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave, sem kemur út á morgun. 

Í forsetatíð sinni hélt Ólafur Ragnar Grímsson ítarlegar dagbækur, skráði frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk. Skrifin voru eins konar samtal hans við sjálfan sig, leit að ráðgjöf í eigin huga. Penninn tæki í glímunni við erfið vandamál og göngustafur á leið til ákvarðana. Þessar dagbækur eru því einstæð heimild, segir í tilkynningu frá Forlaginu.

Átökin um fjölmiðlalögin og Icesave mörkuðu þáttaskil, hin síðari þau mestu í nútímasögu Íslendinga; snerust um efnahagslegt sjálfstæði – jafnvel fullveldi þjóðarinnar. Forsetinn stóð í örlagasporum og engar ákvarðanir þjóðhöfðingjans hafa verið jafn erfiðar. Hver átti að ráða: Alþingi, ríkisstjórn eða þjóðin? Fjölmiðlar um allan heim fylgdust náið með úrslitunum. Atburðarásin varðaði braut að nýju lýðræði og breytti vitund um stjórnskipun landsins. Frásagnir forsetans veita hér óvænta sýn og lærdóma til framtíðar.

 Lögum vísað í fyrsta sinn til þjóðaratkvæðis

Árið 2004 gerðist það í fyrsta sinn forseti vísaði lögum frá Alþingi í þjóðaratkvæði þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að undirrita fjölmiðlalögin. Til hennar kom þó aldrei því eftir miklar deilur um málefnið um sumarið varð niðurstaðan sú að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fékk lögin felld úr gildi á Alþingi. 

Í bókinni fer Ólafur Ragnar hörðum orðum um Davíð Oddsson sem þá sat í embætti forsætisráðherra. Ítrekað er minnst á Davíð í bókinni og er hans fyrst getið í kafla sem ber heitið Átök í ríkisstjórn (bls. 33) þar sem Ólafur Ragnar vitnar í endurbirta frásögn Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, úr nýlegri ævisögu Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkissráðherra og formanns Framsóknarflokksins. RÚV greindi fyrst frá.

Tveimur blaðsíðum síðar hefjast dagbókarfærslur Ólafs Ragnars sjálfs og sú fyrsta er einmitt um Davíð, frá 22. maí 2004:

„Er virkilega mánuður síðan ég var í New York og skrifaði? Hvílíkur tími. Orkan farið í að vinna sig í gegnum atburði, dagskrá, spennu og ákvarðanir. Og ég kominn að mikilvægustu vegamótum á mínum ferli. Atburðarásin verið ótrúleg – og óþörf ef Davíð Oddsson (DO) og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði. Það er hans stíll. Því hef ég kynnst. Allt stefnir í mikla krísu og ég verð að taka örlagaþrungnar ákvarðanir. … Þegar SLS [Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari] sagði við mig úti í New York að fjölmiðlafrumvarpið myndi enda hjá mér, að e.t.v. væri þetta plott hjá DO til að eyðileggja mig, þá tók ég ekki undir það.“

Ólafur Ragnar segist hafa hugsað um lítið þessa dagana og vikurnar á undan. Málefnið liggi þungt á honum daglega og hann verði stundum ofurþreyttur og þurfi að hvíla sig. 

„Álagið tekur í,“ segir Ólafur Ragnar, sem segist halda sig til hlés, fylgjast með umræðum í fjölmiðlum og á þingi, en ræða það aðeins við fjölskylduna, Stefán Lárus Stefánsson forsetaritara og Örnólf Thorsson skrifstofustjóra forseta.

„Ég verð að gefa mér tíma til að skrifa og halda þessari atburðarás til haga og líka til að róa hugann og halda mér í jafnvægi því þetta tekur svo sannarlega á. Í húfi er forsetaembættið, staða þess, áhrif og völd, og staða mín bæði nú, í kosningum, og á spjöldum sögunnar,“ segir Ólafur Ragnar sem segist jafnt og þétt hafa hallast að því að skrifa ekki undir. 

„Samtal mitt við DO hér á Bessastöðum 17. maí sýndi mér ótvírætt að hann virðir ekki lengur neinar stjórnarfarsreglur eða siðalögmál; er með puttana í lögreglu- og skattarannsóknum, hótar, er með dylgjur, ósvífni, nánast eins og í þriðja heims landi þar sem valdið og ógnin ráða öllu, lán að hann hefur ekki her eða leynilögreglu til að beita. Hugsar og hegðar sér eins og fasisti, valdið réttlætir allt.“

Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og sagðist Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði hafa áhyggjur af lýðræðinu í viðtali við DV.
Mynd: timarit.is

Lögin felld úr gildi

Alþingi var kallað saman til funda um fjölmiðlalögin og viðbrögð við synjun forseta. Fyrst var rætt um að breyta lögunum en eins og áður sagði voru þau að lokum felld úr gildi.

„Þá er sigur í höfn. Mikill sigur fyrir forsetaembættið og mig. Margir óska mér til hamingju. Stjórnin gafst upp. DO varð að játa sig sigraðan. Tapaði þessari löngu orrustu. Tapaði gagnvart mér og forsetaembættinu eftir allt sem hann hefur sagt á sl. mánuðum: um vanhæfi mitt, um málskotsréttinn, um forsetaembættið. Atburðarásin hefur dæmt það allt dautt og ómerkt. Samt gat hann ekki stillt sig á lokastundu: ÓRG fór í stríð við Alþingi“!! Vann ég þá það stríð?! Gafst Alþingi upp,“

skrifar Ólafur Ragnar 24. júlí 2004 og ber kaflinn einfaldlega heitið Sigur. (bls. 79).

Mynd: timarit.is

Segir hann málið hafa tekið á sig og álagið á hann verið mikið, spennan og þrýstingurinn, að fylgjast með umræðunni daglega, meta stöðuna, draga ályktanir og ákveða hvað hann ætti að gera.

„Atburðarásin hefur gjörbreytt stöðu forsetaembættisins. Nú hefur það alvöruþunga. Lykilstofnum í lýðræðiskerfi landsins, varin af tugþúsundum sem vilja að forsetinn geti veitt þeim rétt. Nú er rætt í alvöru um að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Steingrímur J. Sigfússon sagði með réttu í gær að sú leið að draga frumvarpið til baka færði forsetanum enn meiri völd, því að nú dugi að hann segi nei og þá bakki þingið; þurfi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsréttur sé í reynd með þessu orðinn beint neitunarvald forseta!“

Mynd: timarit.is
Mynd: timarit.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?