fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Eyvindur settur Landsréttardómari

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. september 2024 17:35

Eyvindur G. Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Eyvindur G. Gunnarsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og meistaraprófi í lögum frá Duke háskóla í Bandaríkjunum 1998. Þá öðlaðist hann réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1997 og leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands árið 2006.

Að námi loknu starfaði Eyvindur um skeið í umhverfisráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu sem og sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Árin 2000-2006 var Eyvindur sjálfstætt starfandi lögmaður en hefur frá þeim tíma starfað við lagadeild Háskóla Íslands, þar af sem prófessor frá árinu 2013 og sem forseti deildarinnar 2013-2016. Eyvindur hefur jafnframt verið dómandi við Endurupptökudóm frá 2021 og tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti í tíu málum.

Þá hefur Eyvindur átt sæti í stjórnsýslunefndum og stjórnum opinberra stofnana, þar á meðal í ráðgjafanefnd Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, stjórn Samkeppniseftirlitsins og stjórn Happdrættis Háskóla Íslands. Eyvindur hefur að auki ritað fjölda fræðirita- og greina á sviði lögfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt