Nú framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi Pírata þann 7. september sl. Þar var Halldór Auðar Svansson kjörinn formaður nýrrar stjórnar og tók við af Atla Stefáni Yngvasyni. Talað var um hallarbyltingu innan flokksins og var þingflokksformaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sögð óttast um stöðu sína í kjölfarið. Var hallarbyltingin meðal annars eignuð þáverandi samskiptastjóra flokksins, Atla Þóri Fanndal, sem var í kjölfarið rekinn af Þórhildi.
„Svo gerist það á þessum aðalfundi að flokkseigendafélagið tapar, og skít-tapar. Þá bara tekur við einhver furðuleg atburðarás þar sem þau eru nánast froðufellandi af bræði sum þeirra,“ sagði Atli Þór í samtali við Heimildina þar sem hann neitaði að hafa staðið fyrir hallarbyltingu, en Atli Þór taldi ljóst að völdin ætluðu sér að fæla nýja stjórn frá völdum.
Mbl.is greinir nú frá því að aðeins þremur vikum eftir landsfund sé Halldór Auðar hættur. Ekki nóg með það heldur munu varamenn í stórn hér eftir hafa atkvæðisrétt í framkvæmdastjórninni og þeim boðið að sitja alla fundi framkvæmdastjórnar með fullt málfrelsi og atkvæðisrétt líkt og um fullgilda meðlimi framkvæmdastjórnar væri að ræða.