Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kosið með því að fara í miklar breytingar á félagaskiptaglugganum fyrir næstu leiktíð.
The Times segir að öll 20 félögin hafi kosið með því að loka glugganum áður en tímabilið hefst um miðjan ágúst á næstu leiktíð.
Félagaskiptaglugginn lokaði 30 ágúst núna í ár þegar tvær vikur voru búnar af tímabilinu.
Ensk félög hafa áður kosið með þessu en sáu eftir þeirri ákvörðun eftir eitt ár og breyttu til baka.
Þá var ástæðan sú að félög annars staðar í Evrópu voru enn með opna félagaskiptaglugga og gátu keypt frá Englandi en þau ensku gátu ekkert sótt á sama tíma.