Telegraph sem er áreiðanlegt blað á Englandi segir að Erik ten Hag verði ekki rekinn í dag, hann muni stýra Manchester United gegn Porto og Aston Villa.
Telegraph segir þó að ótti sé í forráðamönnum United að Ten Hag sé ekki að fara réttu leiðina með liðið.
Í fréttinni er talað um að stjórn United ætli að styðja við Ten Hag á þessum erfiðu tímum.
United fékk 3-0 skell gegn Tottenham í ensku deildinni í gær og er liðið í tómu tjóni innan vallar.
Stjórn United skoðaði það að reka Ten Hag í sumar en ákvað að láta ekki verða að því og gerði við hann nýjan samning.
Mikil pressa er hins vegar komin á þann hollenska og fari illa í næstu tveimur leikjum fyrir landsleikjafrí gæti eitthvað gerst.