Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.
Sonur Berglindar sem nú er ellefu ára og hún hefur barist fyrir því að fá rétta greiningu síðan hann var fjögurra ára gamall.
Fyrir um ári síðan fékk Berglind pappíra með greiningu um „sterkan grun á einhverfurófi og þroskafrávik“ frá Greiningamiðstöð. Skemmst er frá því að segja að ekki er til nein greining með þessu heiti og fékk sonur hennar þar af leiðandi enga auka þjónustu.
„Ég gekk á milli lækna, sálfræðinga, stofnana og neitaði að gefast upp þar til Geðheilsuteymi barna tók málið hans og hann er í dag greindur með ódæmigerða einhverfu.“
Berglind segir frá baráttunni, bugun sem fylgir, hvernig hún er hrædd um að unglingsárin verði ef hún haldi ekki rétt á spilunum og margt fleira.
„Ég hef verið í bata frá vímuefnavanda í þrettán ár en það koma ennþá hugmyndir á erfiðum tímum. Mér var sagt upp í áfallameðferð LSH út af álagi á heimilinu og það er ekkert sem grípur mann.“
„Ég er heppin með fólkið mitt, þá sem ég hef en kerfið er ekki tilbúið að koma til móts við börn með fjölþættan vanda og foreldra sem eru búnir á því.“
Þetta er ekki einungis erfitt fyrir þann sem á við vandann að stríða og foreldra heldur tekur þetta mikinn toll af yngri syni Berglindar sem hefur þurft að horfa upp á of margt.