Það er útlit fyrir það að Harry Kane sé ekki alvarlega meiddur eftir leik Bayern Munchen og Bayer Leverkusen í gær.
Kane haltraði af velli á 86. mínútu í leik gærdagsins sem lauk með 1-1 jafntefli á Allianz Arena.
Óttast var að Kane væri illa meiddur en miðað við orð Vincent Kompany, stjóra Bayern, þá er útlitið nokkuð bjart.
,,Ég er enginn læknir en ég vona að hann verði í lagi fyrir miðvikudaginn,“ sagði Kompany við Sky Sports.
Stjórnarformaður Bayern, Jan-Chrstian Dreesen hafði þetta að segja: ,,Hann fékk högg en eins og læknarnir sögðu þá er þetta líklega ekki alvarlegt. Við skoðum málið betur á morgun.“