Víkingur er komið á toppinn í Bestu deild karla á ný eftir dramatískan leik við Val í lokaleik helgarinnar.
Leikið var á Hlíðarenda en leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Tarik Ibrahimagic stal senunni fyrir gestina.
Tarik skoraði jöfnunarmark Víkings á 69. mínútu eftir að Birkir Már Sævarsson hafði komið Val í forystu.
Allt stefndi í jafntefli í leiknum en í blálokin skoraði Tarik sitt annað mark til að tryggja Víkingum gríðarlega mikilvæg þrjú stig.
Tarik ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik kvöldsins og var að vonum gríðarlega ánægður.
,,Mér líður stórkostlega. Við þurftum mikið á þessum sigri að halda og að klára þetta lokasekúndunum.. Stórkostlegt,“ sagði Tarik við Stöð 2 Sport.
,,Þetta verður ekki betra en þetta, tvö mörk og 3-2 sigur. Stuðningsmennirnir hérna eru þeir bestu á Íslandi, þeir halda orkunni okkar gangandi og hjálpa liðinu mikið.“
,,Við ætlum að vinna síðustu þrjá leikina og verða meistarar.“