Mirror hefur eftir hundaþjálfaranum Terry Dinerman að þessa hegðun hunda megi rekja til ævaforns hæfileika þeirra til að lifa af. Þennan hæfileika erfðu þeir frá villtum forfeðrum sínum.
Þegar hundar lifðu villtir úti í náttúrunni, gleyptu tíkurnar hluta af bráð sinni eftir að hafa lagt hana að velli. Því næstu fóru þær heim í bælið sitt. Þar tóku hvolparnir á móti þeim og sleiktu þær í framan til að vekja ósjálfráð viðbrögð þar sem móðirin ælir bráðinni upp og hvolparnir éta hana.
Það er einmitt þetta sem gerir að verkum að hundar sleikja fólk í framan, þetta er arfleið frá þeim tíma þegar þeir lifðu villtir í náttúrunni.
Það kann að virðast svolítið sóðalegt að láta hund sleikja sig í framan en þetta hefur djúpa tilfinningalega þýðingu því þegar hundurinn sleikir þig í framan er að hann að sýna hversu náin tengsl ykkar eru.