Líkurnar eru ekki miklar á að svona fari, sem betur fer því Apophis er svo stór að hann gæti gjöreytt stórborg, eða aðeins einn á móti milljarði.
En það verður ekki fyrr en 2027 sem við vitum með vissu hvort af árekstri verður.
Apophis er um 340 metrar í þvermál eða svipað stór og Eiffel turninn. Loftsteinn af þessari stærð er ekki nógu stór til að geta gert út af við líf á plánetu en hann gæti gjöreytt stórborg og árekstur hans við jörðina myndi hafa áhrif á loftslagið um alla jörðina.
Apophis uppgötvaðist 2004. Þá lá fljótlega fyrir að hann muni fara mjög nærri jörðinni þann 13. apríl 2029 og að hann gæti jafnvel lent í árekstri við hann þennan dag.
Frekari rannsóknir og útreikningar sýndu fram á að hann myndi fara fram hjá okkur í tæplega 32.000 km fjarlægð sem er tíundi hluti fjarlægðar tunglsins frá jörðinni. Þetta er nógu nálægt til að loftsteinninn gæti hæft gervihnetti.
Braut stórra loftsteina á borð við Apophis getur breyst vegna áhrifa minni loftsteina. Vísindamenn hafa varað við því að slíkt geti gerst með Apophis á næstu fimm árum og breytt braut hans þannig að hann lendi í árekstri við jörðina.
Útreikningar, sem voru gerðir með nýju reiknilíkani, sýna að ekki er útilokað að lítill loftsteinn muni breyta braut Apophis aðeins en eins og fyrr sagði eru líkurnar aðeins einn á móti milljarði.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Planetary Science Journal.