Þetta byggja fornleifafræðingar á nýjum fundi pólskra fornleifafræðinga sem fundu keltneskan hjálm, sem er 2.300 ára, og aðra muni í norðurhluta landsins.
Live Science hefur eftir Bartlomiej Kaczynski, fornleifafræðingi hjá fornmunasafninu í Varsjá, að líklega hafi Keltar sest að í norðurhluta landsins til að tryggja sér yfirráð yfir verðmætu rafi.
Hann sagði að hjálmurinn og aðrir keltneskir munir, sem fundust, séu sönnun þess að Keltar hafi verið til staðar í norðurhluta landsins. Hann benti einnig á að aldrei fyrr hafi fundist ummerki um Kelta svo norðarlega í Evrópu.
Hjálmurinn er úr þunnu bronsi og með leðri og í keltneskum „Berru“ stíl. Kazcynski sagði einnig að hjálmurinn hafi líklega gegnt hernaðarlegu hlutverki frekar en að vera stöðutákn.