En nú hefur ný alþjóðleg rannsókn leitt í ljós að neysla græns tes eykur líkurnar á að lifa krabbamein af.
Rannsóknin byggist á gögnum frá tæplega 6.000 konum um allan heim. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa fengið krabbamein í eggjastokkana. Niðurstaða rannsóknarinnar er að sögn TV2 að það að drekka grænt te auki líkurnar á að lifa krabbamein í eggjastokkum af umtalsvert.
Konur, sem drekka 1 til 2,5 bolla af grænu tei á dag, áður en þær greinast með krabbamein eru 16% líklegri til að lifa sjúkdóminn af en þær konur sem ekki drekka grænt te.
Grænt te inniheldur mikið af andoxunarefnum og það er ákveðinn hópur þeirra sem hefur þessi góðu áhrif. Þetta eru pólífenólar og þá sérstaklega einn hópur þeirra sem heitir katekiner en hann inniheldur efnið EGSG sem talið er vinna gegn krabbameini.
Ekki er talið útilokað að grænt te vinni einnig gegn öðrum tegundum krabbameins.