fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Hvarf hennar setti landið á annan endann – Nú tjáir unnusti hennar sig í fyrsta sinn

Pressan
Mánudaginn 30. september 2024 03:23

Nicola Bulley. Mynd:Lancashire Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin 45 ára Nicola Bulley hvarf þann 27. janúar á síðasta ári vakti það mikla athygli í Bretlandi og þjóðin fylgdist náið með leitinni að henni. Hún hafði farið út í göngutúr með hundinn sinn að morgni til. Hún gekk meðfram ánni Wyre í Lancashire eftir að hafa fylgt dætrum sínum, sem voru sex og níu ára, í skólann.

Nokkrir sáu til hennar í göngutúrnum og hún tók þátt í fundi á Teams en hann byrjaði um klukkan 9. En þegar fundinum lauk um hálfri klukkustund síðar skráði hún sig ekki út. Skömmu síðar, um klukkan 09.35, fundust farsíminn hennar og hundurinn við bekk nærri ánni. Það var maður sem var að viðra hundinn sem fann símann og hundinn. Það voru engin ummerki um Nicola.

Í nýrri heimildarmynd frá BBC, „The Search for Nicola Bulley“, er fjallað um málið og rætt við fjölskyldu hennar. Sjónunum er einnig beint að hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun sem var um málið og áhuga svokallaðra „áhugalögreglumanna“ sem var mikill í kjölfar hvarfs Nicola.

Paul Ansell, unnusti Nicola, kemur fram í þættinum en þetta er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um málið. Hann segist ekki hafa haft miklar áhyggjur þegar Nicola kom ekki heim á venjulegum tíma.

En þegar hringt var í hann klukkan 10.30 frá skóla dætranna og honum sagt að hundurinn þeirra og farsími Nicola hefðu fundist við bekk við ána, vissi hann að eitthvað var að því hún hefði aldrei skilið hundinn eftir.

„Það er nánast eins og fótunum sé kippt undan manni. Í aðstæðum af þessum tagi fara hugsanirnar á fleygiferð. Ég hringdi í lögregluna og ók af stað,“ segir hann í heimildarmyndinni.

Lögreglan leitaði dögum saman að Nicola í og við ána en án árangurs.

Málið vakti sífellt meiri athygli, ekki síst hjá svokölluðum „áhugalögreglumönnum“ sem fóru að leggja leið sína til Lancashire til að sjá hvort þeir gætu fundið eitthvað og til að sjá staðinn þar síðast var vitað um Nicola.

Þeir trufluðu störf lögreglunnar á vettvangi og um leið fór fjölskylda Nicola að finna fyrir afleiðingum þessara miklu athygli sem málið fékk.

Margir beindu sjónum sínum að fjölskyldunni, sérstaklega að Paul Ansel, og fjölskyldan fékk að finna fyrir miklu hatri á samfélagsmiðlum og Internetinu.

„Við fengum skilaboð frá fólki sem ég hafði aldrei hitt, það þekkir mig ekki, það þekkir okkur ekki, það þekkir ekki Nikki (gælunafn Nicola, innsk. blaðamanns),“ segir hann.

Hann segir að meðal annars hafi hann fengið skilaboð þar sem sagði: „Þú getur ekki falið þig“ og „Við vitum hvað þú gerðir“.

Eftir því sem dagarnir liður, jukust vangavelturnar um hvað gæti hafa komið fyrir Nicola. Fjölskylda hennar óttaðist að afbrot hefði átt sér stað. „Einhver hlýtur að vita eitthvað. Fólk hverfur ekki bara sporlaust,“ sagði systir hennar Louise Cunningham þegar Nicola hafði verið týnd í tíu daga.

Heather Gibbons, fjölskylduvinur, sagði í samtali við BBC að vangavelturnar um hvað hefði komið fyrir Nicola, hafi verið „erfiðar fyrir fjölskylduna og að það hafi verið erfitt að sjá fjölda forvitinna streymt til svæðisins og nánast því breyta því í „ferðamannastað“.

„Að vissu leyti skiljum við að þetta er mannlegt eðli. Það er eðlilegt að fólk velti hlutunum fyrir sér, því sannleikurinn er að ekkert skiptir máli,“ sagði hún þegar leitin að Nicola stóð yfir.

Lögreglan setti fram þá kenningu að líklega hefði Nicola dottið í ána.

Rúmum þremur vikum síðar kom í ljós að það var rétt. Lík hennar fannst í ánni og krufning leiddi í ljós að hún lést af völdum drukknunar. Hún hafði dottið í ána og fengið „sjokk“ við að lenda í kalda vatninu og drukknað. Ekkert benti til þess að hún hefði tekið eigið líf.

Heimildarmyndin „The Search For Nicola Bulley“ verður sýnd á BBC 3. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við