fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Grunaður fíkniefnasali handtekinn með mikið reiðufé á sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. september 2024 17:20

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag handtók lögregla mann í miðbænum vegna gruns um fíkniefnasölu. Maðurinn var með auk fíkniefna mikið magn reiðufjár á sér. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um slys á Rally Cross móti í umdæmi Lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Hinn slasaði hlaut eymsli en ekki alvarleg meiðsli.

Tilkynnt var um slagsmál við Austurvöll og maður þar sagður ógna með hnífi. Lögregla handtók þrjá vegna málsins en enginn hnífur fannst. Mönnunum þremur var sleppt af lögreglustöðinni eftir að rætt hafði verið við þá.

Tilkynnt var um innbrot í verslun, á upptökum sést hinn grunaið taka vörur úr versluninni og koma sér í burtu. Málið er í rannsókn.

Í Breiðholti eða Kópavogi var tilkynnt um mann sem var að ganga á milli bíla og reyna að komast inn í þá. Kom styggð á manninn þegar hann sá tilkynnanda hringja á lögreglu. Náði hann að koma sér undan þegar lögregla kom á vettvang.

Í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun. Hinir grunuðu voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Þeir voru hins vegar handteknir nokkru seinna og vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“