Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, vill meina að Amine Adli hafi átt að fá rautt spjald í gær í stórleiknum í Þýskalandi.
Bayern mætti þar Bayer Leverkusen en það síðarnefnda vann titilinn á síðustu leiktíð og vann deildina þá taplaust.
Leik gærdagsins lauk með 1-1 jafntefli en Kane meiddist í viðureigninni eftir brot Adli og eru margir á því máli að hann hafi átt að fá rauða kortið fyrir brotið.
,,Við höfum séð rauð spjöld fyrir svona brot. Ég er í lagi en ég finn aðeins til,“ sagði Kane eftir leikinn.
,,Ég mun athuga stöðuna betur á morgun en ég held að ég verði í lagi. Þetta er ekki of slæmt þessa stundina.“
,,Við munum skoða hvað gerist á næstu dögum en ég held að ég verði ekki lengi frá.“