fbpx
Laugardagur 28.september 2024
433Sport

Óvænt á förum frá Arsenal og á heimleið?

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. september 2024 19:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus er óvænt orðaður við brottför frá Arsenal í dag en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár.

Jesus er ekki byrjunarliðsmaður hjá Arsenal í dag en hann kom til félagsins frá meisturum Manchester City.

Samkvæmt Bola VIP í Brasilíu er Jesus efstur á óskalista Palmeiras sem spilar í heimalandi leikmannsins.

Jesus er 27 ára gamall en hann hefur skorað 15 mörk í 56 deildarleikjum undanfarin tvö ár fyrir Arsenal.

Hann þekkir svo sannarlega til Palmeiras en hann var á mála hjá félaginu frá 2013 til 2017 áður en City keypti hann til Englands.

Jesus gæti vel verið opinn fyrir því að færa sig um set fyrir fleiri mínútur en hvort uppeldisfélagið sé heillandi í dag verður að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik og Valur unnu bæði – Hreinn úrslitaleikur næstu helgi

Breiðablik og Valur unnu bæði – Hreinn úrslitaleikur næstu helgi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögulegur sigur Aftureldingar í Laugardalnum – Komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn

Sögulegur sigur Aftureldingar í Laugardalnum – Komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola eftir jafntefli dagsins – „Við gerðum stór mistök þegar við gátum komist í 2-0“

Guardiola eftir jafntefli dagsins – „Við gerðum stór mistök þegar við gátum komist í 2-0“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnór ekki í hóp í sigri Blackburn

Arnór ekki í hóp í sigri Blackburn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hneig niður í leik gegn Guðlaugi og Wayne Rooney í gær

Fyrrum leikmaður United hneig niður í leik gegn Guðlaugi og Wayne Rooney í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ gerir ráð fyrir því að tapa rúmum 50 milljónum á næsta stórmóti kvenna – Sækja um styrk hjá ÍSÍ

KSÍ gerir ráð fyrir því að tapa rúmum 50 milljónum á næsta stórmóti kvenna – Sækja um styrk hjá ÍSÍ
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eru með markmið fyrir stórleikinn – ,,Leikplanið er að pirra þá“

Eru með markmið fyrir stórleikinn – ,,Leikplanið er að pirra þá“
433Sport
Í gær

Solskjær tilbúinn að snúa aftur á Old Trafford – ,,Ég verð að svara játandi“

Solskjær tilbúinn að snúa aftur á Old Trafford – ,,Ég verð að svara játandi“