Hjónin Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og Sævar Eyjólfsson njóta lífsins á Ítalíu.
Sigga Dögg hefur deilt ferðalaginu með tæplega 16 þúsund fylgjendum sínum á Instagram. Í gær deildi hún mynd af þeim og sagði eiginmanninn leita að nektarströnd í gríð og erg en fallegi bærinn Scilla hafi gripið athygli þeirra svo berrössun yrði að bíða.
Sigga Dögg birti einnig tásumyndir en slíkar eru skylda fyrir seðlabankastjóra og stýrivexti sama hvort sólbaðið er á Tene eða í öðrum sólarlöndum.
„Skyldu-tásumynd. Með mismunandi áherslum eftir áhuga,“ skrifar Sigga Dögg við þrjár myndir,.
View this post on Instagram